Eins og þegar hefur komið fram hætti Eggert Maríuson með kvennalið Fjölnis á dögunum og við stjórnartaumunum tóku þeir Örvar Kristjánsson og Bjarni Magnússon. Undir þeirra stjórn kom fyrsti sigur Fjölnis á tímabilinu þegar liðið lagði Grindavík í síðustu umferð.
Steinar Davíðsson formaður KKD Fjölnis staðfesti í samtali við Karfan.is að félagið ætti í viðræðum við þjálfara og þangað til myndu Örvar og Bjarni stýra æfingum liðsins. Hvort Örvar og Bjarni taki við liðinu skal ósagt látið en Fjölniskonur leika næsta deildarleik gegn toppliði Hamars á útivelli þann 27. nóvember næstkomandi.