spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir hafði betur í fyrstu orustunni!

Fjölnir hafði betur í fyrstu orustunni!

Úrslitakeppnin í 1 deildinni hófst í Dalhúsum í kvöld þar sem Skagamenn mættu Fjölni.
Nokkur munur hefur verið á þessum liðum í vetur þar sem Fjölnir var í toppbaráttunni og endaði í þriðja sæti með 36 stig en ÍA varð í 8 sæti með 20 stig.

Í þessum leik skipti það engu máli því nú verður barist um að ná þremur sigrum til að fara áfram í undanúrslit.

Fyrsti leikhluti fór varfærnislega af stað hjá báðum liðum. Fjöldi áhorfenda var meiri en oft í vetur og augljóst að spenna lá í loftinu. Kannski náði hún aðeins til leikmanna til að byrja með. Leikurinn var langst af jafn en Fjölnismenn náðu nokkrum áhlaupum sem skilaði um stund 7 stiga forystu en sú stund var stutt og Skagamenn jöfnuðu áður en langt um leið.

Annar leikhluti var síðan að einhverju leyti spegilmynd hins fyrsta. Jafnt á flestum tölum en Skagamenn náðu nokkrum góðum sprettum sem skiluðu nokkura stiga forystu og þegar flautað var til leikhlés leiddu þeir með tveimur stigum, 41-33

Í seinni hálfleik byrjuðu heimamenn betur og voru komnir 4 stigum yfir áður en tvær mínútur voru liðnar. Skagamenn hins vegar ekkert á því að gefast upp og komust aftur yfir. Liðin skiptust á að leiða og mikil barátta gerði leikinn að góðri skemmtun fyrir áhorfendur
Fjölnismenn fóru með þriggja stiga forystu í lokaleikhlutann og ljóst að sigur gat fallið báðum megin.

Skagamenn hófu fjórða leikhluta með þriggja stiga veislu en Fjölnir náði yfirleitt seiglustigum á móti og leikurinn því áfram í járnum. Það verður að segjast að Skagamenn léku vörn Fjölnis oft ansi grátt og áttu greiða leið að körfunni. Fjölni til happs voru þeir að skora vel og oft úr þröngum færum. Lokasekúndur voru æsispennandi, hvert leikhléið rak annað eins og oft vill gerast og sekúndur liðu hægt. Það fór svo að Fjölnir sigraði með 5 stigum Lokatölur 91-86.


Næsti leikur liðanna er á Skaganum á mánudag, það er enginn öruggur sigurvegari í þeirri glímu frekar en í kvöld.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -