Fjölliðamót yngri flokka hefja göngu sína þessa helgina og verður urmull leika í dag og á morgun. Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna þegar Grindavík tekur á móti Íslandsmeisturum KR í Röstinni í Grindavík kl. 16:00.
Frítt verður á viðureign Grindavíkur og KR í boði Northern Light Inn en þessi leikur er fyrsti leikur þriðju umferðar. Meistarar KR eru enn án stiga í deildinni eftir tap gegn Haukum og Keflavík. Grindavík hefur 2 stig eftir jafn marga leiki eftir sigur gegn Fjölni en liðið tapaði svo gegn Haukum í annarri umferð.