10:32
{mosimage}
BC Boncourt lið Helga Más Magnússonar tapaði á heimavelli í kvöld 75-79 í fyrri leik liðsins við Lugano Tigers í deildarbikarkeppninni í Sviss. Helgi Már skoraði 10 stig.
Leiknir eru tveir leikir í þessari bikarkeppni heima og að heiman. Fyrri leikurinn var sem sagt á heimavelli og var jafnt í hálfleik 29-29. Helgi Már sem hafði verið rólegur í fyrri hálfleik skoraði öll sín 10 stig í síðari hálfleik, en það var ekki nóg þar sem að heimamenn gáfu sigurinn frá sér á lokamínútunni.
Þeir eiga þá síðari leikinn eftir á útivelli og þurfa að sigra með 5 stigum eða meira til að fara áfram í keppninni. Síðari leikurinn fer fram 3. janúar.
Hér er hægt að sjá úrslit leikjanna í bikarnum
Frétt af www.kr.is/karfa
Mynd: Roger Meier