spot_img
HomeFréttirFinnur Freyr var sáttur með mikilvægan sigur og telur liðið eiga talsvert...

Finnur Freyr var sáttur með mikilvægan sigur og telur liðið eiga talsvert inni “Fannst við geta gert miklu betur”

Valur jafnaði átta liða úrslita einvígi sitt gegn KR í gærkvöldi með góðum sigri á KR í DHL Höllinni, 84-85, en næsti leikur liðanna er komandi sunnudag 23. maí kl. 20:15 í Origo Höllinni.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals, eftir leik í Vesturbænum.

Kannski ekki bráðnauðsynlegur sigur…en nálægt því?

Já, stór og gríðarlega mikilvægur sigur. Eitthvað sem við þurftum virkilega á að halda…

Jájá, vont að lenda 2-0 undir að sjálfsögðu.

Jájá…okkur fannst við geta gert miklu betur en gerðum í fyrsta leiknum en samt fáum við tvo sénsa til að vinna leikinn, bæði í framlengingu og venjulegum leiktíma. Og svo var í raun sama hérna, mér fannst við geta gert miklu betur…

…þið voruð kannski pínu klaufar að hafa þetta svona rosalega spennandi í lokin..

…já við þurfum kannski að vera aðeins skipulagðari í sókninni, það er eitthvað sem ég þarf að finna lausnir á hvernig við ætlum að gera það.

Akkúrat. Nú ætla ég ekki að fara að biðja þig að tala illa um þína leikmenn, en við getum kannski orðað það þannig að Jordan hefur verið svolítið óheppinn…undir lok leikjanna og missa boltann…en þetta er nátturulega bara maður en ekki vélmenni og shit happens…

Kannski má segja óheppinn, þetta er líka ungur strákur sem kemur beint úr skóla, hann átti off leik í dag, hann var fínn í fyrsta leik. Þó hann hafi sett einhver 40 stig hérna síðast þá er þetta allt annað umhverfi hérna í úrslitakeppninni og við þurfum ekkert að fá einhver 40 stig. Við viljum frekar fá þetta eins og það er núna, við vitum að við eigum ennþá helling inni. Úr því fleiri áttum sem við getum fengið stigin því sterkara verður liðið og meiri líkur á að vinna leiki.

Jújú, svo sjá það auðvitað allir að hann opnar fyrir aðra þó hann sé ekki að skora mikið.

Engin spurning. Við erum að reyna að nýta okkur hann, það hefur gengið á köflum vel en heilt yfir getum við gert betur. Það fyllir mann jákvæðni og trú á þetta, ef við finnum lausnir og náum að framkvæma það betur að nýta hann þá getum við farið með ennþá meira sjálfstraust í næsta leik.

Jájá. Og eins við vorum að ræða þá skiptir það kannski ekki öllu máli hvað Jordan er að skora…en hann skorar 7 stig, Sabin 26 eða svo, KR skýtur 42% í þristum en þið 23% en samt vinnið þið leikinn, er þetta ekki jákvæð teikn?

Jordan kom náttúrulega inn með miklum látum þegar hann kom inn og hann og Hjálmar breyttu svolítið ásýnd liðsins. Jordan tók mikla ábyrgð á sig strax varðandi stigaskor, en í þessum 2 síðustu leikjum þá hefur stigaskorið sjálft ekki verið vesen, meira kannski stöðugleiki sem við þurfum að finna en við vitum það að við getum skotið boltanum betur og framkvæmt fleiri sóknir betur og við getum fengið meira frá mörgum. Við munum ekki alltaf gera það þannig að það er mikilvægt að næsti maður stigi upp.

Einmitt, mér finnst liðið eiga talsvert inni?

Það er það sem ég trúi líka og við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur það því annars rennur tíminn bara út.

Eitt að lokum, KR-ingarnir hafa verið að fá svolítið mikið af opnum þristum…en það er erfitt að eiga við þá?

Jájá, það byrjaði þannig í síðasta leik að við vorum að hjálpa heimskulega í fyrri hálfleik. Tók smá tíma að átta okkur á því hvernig við vildum spila en svo náðum við að binda þetta betur saman. Sabin er svo frábær leikmaður og munurinn kannski á honum og Jordan fyrir okkur er að Sabin er með marga frábæra skotmenn með sér í liði. Okkar styrkleikar liggja kannski í öðru. Við þurfum bara að finna leiðir, gera betur, reyna að vinna næsta leik líka og halda svo áfram.

Fréttir
- Auglýsing -