Undir 18 ára lið stúlkna kom til Kisakallio í Finnlandi í dag til þess að taka þátt í Norðurlandamóti þessa árs. Við heyrðum í þjálfara liðsins, Finni Jónssyni og spurðum hann aðeins út í hvernig undirbúningurinn hefur gengið og hver séu markmið liðsins á mótinu.
Hvernig hefur undirbúningur fyrir mótið gengið?
"Undirbúningur hefur gengið ágætlega, Dagbjört og Birna sem eru lykilmenn í liðinu hjá okkur misstu þó eitthvað úr í byrjun þar sem þær voru að æfa og spila með A landsliðinu á Smáþjóðaleikum og í Írlandsför. Annars hafa æfingar gengið vel að mestu leyti þrátt fyrir smávægileg meiðsli, en allir leikmenn eru klárir í dag og okkur hlakkar mikið til komandi sumars."
Hverskonar körfubolta spilar liðið?
"Við ætlum að reyna að fókusera mikið á sterkan varnarleik og reyna eftir bestu getu að erfiða allar sóknaraðgerðir andstæðinga með því að liggja í þeim og gefa þeim ekkert auðvelt. Sóknarlega ætlum við að spila hraðan en á sama tíma agaðan bolta. Við erum með sterka leikmenn undir körfunni sem eru á sama tíma góðir skotmenn fyrir utan og eins erum við með bakverði sem eru kraftmiklir og góðar skyttur þannig að við teljum okkur vera með fjölbreytt og gott sóknarlið."
Hverjir eru helstu veikleikar/stykleikar hópsins?
"Helstu veikleikar, ætli að það sé ekki eins og hja öllum okkar liðum, við værum alveg til í að vera búin að æfa meira saman þ.e.a.s. lengur í vor/vetur. Styrkleikar eins og áður sagði þá erum við með fjölbreyttan og flottan hóp sem að er mjög samheldinn og skemmtilegur."
Er eitthvað hægt að ráða í styrkleika/veikleika liðanna sem leikið verður gegn?
Hvaða lið á að vera það besta í þessum flokk?
"Það er nú voðalega erfitt að rýna í það, en Finnland og Svíþjóð hafa verið að gera góða hluti í þessum árgang, svo eru Eistar alltaf sterkir líka."
Hver eru markmið liðsins fyrir mótið?
"Markmið liðsins eru skýr. Við ætlum að nota þetta mót til þess að vinna í sjálfum okkur sem liði, sem og að þroskast sem lið og einstaklingar. Eins og áður hefur komið fram þá ríkir mikil eining innan liðsins, en á sama tíma mikil keppni . Við ætlum að vinna í því að verða enn betra lið og sjá hvað það fleytir okkur."
Leikir liðsins:
Mánudag 26.06 gegn Finnlandi
Þriðjudag 27.06 gegn Noregi
Miðvikudag 28.06 gegn Svíþjóð
Föstudag 30.06 gegn Eistlandi
Liðið skipa:
Anna Lóa Óskarsdóttir Haukar
Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur
Elsa Albertsdóttir Keflavík
Erna Freydís Traustadóttir Njarðvík
Hrund Skúladóttir Grindavík
Hulda Bergsteinsdóttir Njarðvík
Jónína Þórdís Karlsdóttir Stjarnan
Katla Rún Garðarsdóttir Keflavík
Ragnheiður Björk Einarsdóttir Haukar
Sigrún Elfa Ágústsdóttir Grindavík
Þóranna Kika Hodge-Carr Keflavík
Þjálfari: Finnur Jónsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason
Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá leikjum liðsins hér, beinar útsendingar frá leikjunum verða hér, sem og verða fréttir daglega inni á karfan.is.