Líkt og kom fram á Karfan.is fyrr í dag eru íslensku körfubotlalandsliðin á leið til San Marínó þar sem liðið leikur á Smáþjóðaleikunum. Vegna aflýsingar á flugum British Airways eru liðin föst í London og er hafið ferðalag þaðan sem á að enda í San Marínó en ljóst er að margir eru í svipuðum málum og erfitt er að fá flug fyrir 60 manns en sundlandsliðið ferðast einnig með þeim.
Finnur Freyr Stefánsson sem þjálfar karlaliðið á leikunum hefur farið á kostum á Twitter í morgun þar sem hann segir frá ferðalaginu og uppákomum tengdum því. Hann mun sjálfsagt halda áfram í dag og því ekki vitlaust að fylgjast með honum á @Finnurstef.
Dagur 2, 28 tímar: enn fastir i London. Plan: rúta/ferja/rúta til Parísar. (Vonandi) flug til Bologna/Florens. Rúta>SanMarino #AmazingRace
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Ferja fra Dover skilst mer. Spurt var i morgunmatnum hvort einhver væri sjóveikur. Tvær sundkonur réttu upp hönd. Litlu hlutirnir gleðja.
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Dagurinn byrjaði annars með látum. Ræs 7 og rútan atti að fara kl 8. Engin rúta, amk 90 min seinkun. Tryggvi buinn að fara 3x i morgunmatinn
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Engin rúta ennþa, óvíst með pláss i ferjunni yfir Ermasundið. White cliffs of Dover heilla segja þeir. Paris i kvöld? San Marino a morgun?
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Máltíð 4 hja Tryggva. Já þetta er 2 lítra flaska… pic.twitter.com/664YK2PeLU
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Rútan mætt, 53 sæti þétt setin, sumir meira en önnur. 2 tímar í Dover. Vera Lynn á repeat. https://t.co/qlSVMGIw1x
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Fyrir þá sem ekki vita eru her körfubolta og sundlandsliðin að reyna að komast fra London til San Marino til að keppa a Smaþjoðleikunum.
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Flugi British Airways fra London til Bologna sem atti að fara i gær kl 14:30 var aflýst. Ekkert grín að koma 60 manna hópi héðan fra London
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Brjótandi! Samningar hafa náðst a milli @kkikarfa og @eygloosk95 um að spila með liðinu i San Marino.
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Tryggvi mun i staðinn spreyta sig í lauginni. Max 5 sundtök yfir segir Jacki landsliðsþjálfari sundsins. Íslandsmetin í hættu.
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Status: pic.twitter.com/dr3oE2XHvr
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017
Að ferðast með ungum leikm: Shit við erum vitlausum megin" @Kiddicoolio að uppgötva vinstri umferð eftir 30 min akstur. Litlu hlutirnir.
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) May 29, 2017