Æfingamót U-20 landsliða sem fram fer á Íslandi þessa vikuna hófst í dag með leik Finnlands og Ísrael. Ísrael leikur í A-Deildinni með Íslandi en Finnland féll í B-deildina fyrir ári síðan en eru með mjög sterkt lið.
Framan af fyrri hálfleik leit allt út fyrir spennuleik þar sem jafnt var á öllum tölum og liðin virtust áþekk. Í öðrum leikhluta hitti Finnland hinsvegar öllu og Ísrael engu. Finnland náði fljótt 10 stiga forystu þar sem nánast allir leikmenn voru komnir á töfluna. Ísrael treysti meira á einstaklingsframtakið sóknarlega og finnar voru gríðarlega sterkir varnarlega.
Seinni hálfleikur var eign Finnlands og leikurinn rann þeim aldrei úr greipum. Lokastaðan 68-86 fyrir Finnlandi en Edon Maxhuni var stigahæstur með 19 stig en stigaskor Finna drefiðst mikið. Yovel Zoosman var stigahæstur hjá Ísrael með 15 stig.
Finnland mætir Svíþjóð á morgun kl 17:00 og Ísrael spilar gegn Íslandi kl 20:00 í Laugardalshöllinni.
Myndir / Bára Dröfn