spot_img
HomeFréttirFinnar lögðu Tyrki

Finnar lögðu Tyrki

Fyrstu fjórum leikjunum á EuroBasket 2015 í Slóveníu er nú lokið og óhætt er að segja að dregið hafi til tíðinda því bæði Bretar og Finnar lögðu fyrnasterka andstæðinga sína í hörkuleikjum.
 
Bretar lögðu Ísraelsmenn 75-71 eftir framlengdan slag og Finnar lögðu Tyrki 61-55 þar sem minnstu munaði að Tyrkir næðu að stela sigrinum á lokamínútu leiksins. Þá höfðu Lettar betur gegn Bosníu og Hersegóvínu 86-75 og Georgía skellti Póllandi 84-67.
 
Sasu Salin og Petteri Koponen voru báðir með 12 stig í sigri finnska liðsins gegn Tyrkjum og nokkuð ljóst að velgengni Finna undanfarið er engin bóla, þessir kallar kunna bara sitthvað fyrir sér á parketinu. Ender Arslan var svo með 12 stig í tyrkneska liðinu og Hedo Turkoglu gerði aðeins 8 stig en skotnýting Tyrkja var afleit í leiknum.
 
Fjörið heldur áfram og enn fjöldi leikja eftir í dag og þar á meðal stórleikir Frakka og Þjóðverja og svo viðureign Serba og Litháa svo eitthvað sé nefnt.
 
Mynd úr safni/ Petteri Koponen var með 12 stig í finnska liðinu áðan.
  
Fréttir
- Auglýsing -