Finnar komu sér í sterka stöðu í gærkvöldi þegar þeir lögðu Portúgali 68-56. 40 af 68 stigum Finna í leiknum komu inni í teignum og nú hafa Finnar unnið báða leiki sína í forkeppni úrslita Evrópumeistaramótsins sem hefst í Litháen eftir litla 15 daga og tvær klukkustundir!
Shawn Huff og Tuukka Kotti voru atkvæðamestir Finna í leiknum báðir með 16 stig en Huff var auk þess með 9 fráköst. Finnar hafa nú unnið báða leiki sína í forkeppninni, fyrst úti gegn Ungverjum og í gær heima gegn Portúgölum.
Næsti leikur Finna er sunnudaginn 21. ágúst n.k. þegar þeir taka á móti Ungverjum í Helsinki. Þessi þrjú lið, Finnland, Portúgal og Ungverja land leika heima og að heiman og því leikur hvert lið fjóra leiki. Í næsta leik, 18. ágúst, mætast Portúgalir og Ungverjar og vinni Portúgal þann leik eru bæði Finnar og Portúgalir komnir með tvo sigra og ljóst að Ungverjar sitja þá eftir á meðan hin tvö liðin fagna farseðli til Litháen.
Mynd/ FIBA Europe/Tomi Kaminen: Tuukka Kotti fór mikinn í finnska liðinu í gær.