spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueFimm stærstu félagaskipt sumarsins í Euroleague

Fimm stærstu félagaskipt sumarsins í Euroleague

Sterkasta deild Evrópu hefst þann 11. október næstkomandi en spennan fyrir komandi tímabili er mikil.

Núverandi meistarar Real Madrid misstu besta leikmenn deildarinnar á síðustu leiktíð, Luka Doncic en Fenerbache ætla sér að endurheimta titilinn. Sextán sterkustu lið evrópu keppast um titilinn eftirsótta í ár.

Sérlega mikið fjör hefur verið á félagaskiptamarkaðnum í sumar og hafa stór nöfn skipt um lið. Hér að neðan má finna fimm stærstu félagaskipti sumarsins.

Shane Larkin (Anadolu Efes)

Eftir tímabil í NBA deildinni með Boston Celtics, Shane Larkin snýr aftur til Evrópu og í þetta sinn til Tyrklands.

Anadolu Efes náði í einn stærsta bitann á markaðnum. Þegar hann lék síðast í Evrópu með Baskonia spilaði hann 33 leiki og var með 13,1 stig, 2,7 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik.

Larkin er með sterkustu leikmönnum deildarinnar og lúxus fyrir öll lið. Hann er snöggur, getur keyrt að körfunni, getur búið til færi fyrir sjálfan sig og aðra.

Mynd: HoopsHype

Scottie Wilbekin (Maccabi Tel Aviv)

Ísraelarnir fóru djúpt í vasa sína til að sækja besta leikmann EuroCup á síðustu leiktíð. Scott lék leiktíð lífs síns á síðustu leiktíð með Darussafaka. Þar var hann með 19,7 stig, 4,8 stoðsendingar og 42,8% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Wilbekin var mjög eftirsóttur í sumar og var til að mynda sterklega orðaður við Andalou Efes. Litlu munaði að hann yrði áfram í Tyrklandi en Maccabi náði að semja við hann að lokum.

Mynd: Eurohoops

Kevin Pangos (Barcelona)

Zalgiris Kaunas var spútniklið Euroleague á síðusta tímabili og komst alla leið í undanúrslit deildarinnar. Leikmaðurinn sem stóð uppúr í liði Litháenanna var án efa kanadíski bakvörðurinn Kevin Pangos.

Á síðustu leiktíð bætti Pangos sig á öllum sviðum og varð því einn mikilvægasti leikmaður í sinni stöðu í Evrópu. Á síðustu leiktíð var hann með 12,7 stig, 2,7 fráköst og 5,9 stoðsendingar í 36 leikjum fyrir Kaunasliðið.

Barcelona bætti einnig við sig Chris Singleton sem gæti hæglega verið á þessum lista. Stóriðið á Spáni er því til alls líklegt á komandi leiktíð.

Mynd: Euroleague

Joffrey Lauvergne (Fenerbahce)

Franski miðherjinn Joffrey Lauvergne ákvað að snúa til baka til Evrópu eftir fjögur ár í NBA. Tyrkneska stórliðið Fenerbache náðu að hreppa þennan frábæra leikmann sem gæti hafa verið stærsti biti markaðarins í sumar.

Lauvergne er 26 ára og hefur allt sem þarf til þess að vera í lykilhlutverki í Euroleague og að hjálpa liði Obradovic að sækja annan Euroleague titil á þremur árum.

Á þessum fjórum árum í NBA deildinni spilaði frakkinn 208 leiki með Nuggets, Spurs, Thunder og Bulls. Þar var hann með 5,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. Lauvergne og Jan Vesely skipa teymi undir körfu Fenerbache sem fá lið munu ráða við.

Mynd: NBA.com

Georgios Papagiannis (Panathinakos)

Þessi ungi miðherji er nú kominn aftur til Evrópu eftir tvö ár í NBA deildinni með Kings og Blazers. Hann þykir gríðarlegt efni og var valinn númer þrettán í nýliðavali NBA árið 2016 en engin grískur leikmaður hefur verið valinn ofar.

Papagiannis tókst ekki að spila marga leik í NBA deildinni á þessum tveimur árum og var látinn fara frá Portland í sumar. Hann sneri þá til baka í Panathinikos þrátt fyrir áhuga NBA liða, þar lék hann áður en hann fór í NBA deildina.

Þróun þessa unga leikmanns mun því halda áfram í Evrópu en hann gerði fimm ára samning við stórliðið í Grikklandi. Hann getur þó farið í NBA deildina eftir þriðja ár og því ljóst að hann verður næstu ár í Euroleague.

Næstu menn á lista:

Mike James frá Panathinikos til AX Armani Milan

Chris Singleton frá Panathinikos til Barcelona

Keith Langford frá Maccabi Lezion til Panathinaikos

Jannis Timma frá Baskonia til Olympiacos

Tyler Ennis frá Los Angeles Lakers til Fenerbahce

Fréttir
- Auglýsing -