Lengjubikar karla heldur áfram í kvöld og ekki á vísan að róa en keppnin ætlar stöðugt að koma á óvart þar sem tvö fyrstudeildarlið hafa nú unnið athyglisverða sigra á úrvalsdeildarliðum. Í kvöld verða tvær grannaglímur á boðstólunum, ÍR fær KR í heimsókn og Njarðvíkingar taka á móti Keflavík.
Leikir kvöldsins í Lengjubikar karla, allir kl. 19.15
Skallagrímur-Þór Þorlákshöfn
ÍR-KR
Stjarnan-Snæfell
KFÍ-Fjölnir
Njarðvík-Keflavík
Þá eru tveir leikir í unglingaflokki kvenna og einn í unglingaflokki karla
20.00 Keflavík-Fjölnir (kvk)
20.30 Valur-Haukar (kvk)
20.30 Haukar-Fjölnir (kk)
Mynd/ Njarðvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Keflavík í kvöld.