spot_img
HomeFréttirFimm leikir í Euroleague í kvöld

Fimm leikir í Euroleague í kvöld

 
Önnur umferðin í undanriðlum Euroleague hefst í kvöld með fimm leikjum. Allra augu beinast enn að köppunum í Regal Barcelona sem enn eru taplausir í Euroleague þó þeir hafi þegar tapað tveimur deildarleikjum á Spáni.
Barcelona mætir Partizan á útivelli í kvöld en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð undanriðlanna en með Barcelona og Partizan í riðli eru Panathinaikos og Maroussi BC.
 
Leikir kvöldsins:
 
Partizan-Barcelona
Efes Pilsen-Montepaschi Siena
Zalgiris-CSKA Moskva
Olympiacos-BC Khimki
Unicaja-Asseco Prokom
 
Annarri umferðinni lýkur svo annað kvöld með þremur leikjum.
 
Ljósmynd/Ricky Rubio og félagar í Barcelona eru enn ósigraðir.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -