spot_img
HomeFréttirFimm íslenskir leikmenn í bandarískum háskólum

Fimm íslenskir leikmenn í bandarískum háskólum

 
Fimm íslenskir leikmenn stunda nú nám í Bandaríkjunum og leika þar körfuknattleik. Tímabilið er handan við hornið og því ekki úr vegi að draga upp fyrstu leiki liðanna. Haukur Helgi Pálsson er nýjasta viðbótin í þessa flóru en á síðustu leiktíð lék hann með Montverde Academy miðskólanum en samdi svo við Maryland háskólann í sumar. Við náðum í skottið á Hauk sem kann vel við dvölina í nágrenni höfuðborgarinnar Washington.
,,Það var vissulega erfitt að byrja hérna, mikil breyting en núna er maður kominn á got ról. Við vöknum t.d. tvisvar sinnum í viku kl. 5:30 og byrjum á æfingu kl. 6. Þá eru hlaup og lyftingar og svo er spilaður ,,pick up” bolti en aðra daga eru lyftingar, skóli og svo smá meiri ,,pick-up” bolti,” sagði Haukur en æfingar undir handleiðslu þjálfarans voru að hefjast.
 
,,Við fáum bara tvo tíma í viku með honum og því er sú æfing tveir klukkutímar sem er gaman, alltaf gaman að byrja á einhverju nýju og mér er bara að ganga vel, það gerir hlutina skemmtilegri. Annars bíður maður spenntur eftir því að alvaran byrji, það verður geðveikt,” sagði Haukur og ljóst að honum leiðist ekki þarna vestan megin Atlantshafsins.
 
Þá verða þær María Ben og Helena í lykilhlutverkum í sínum liðum sem nemar á elsta ári. Helena er fyrir löngu orðin einn sterkasti leikmaður TCU og María einn reynslumesti ef ekki reynslumesti leikmaður UTPA. Árni Ragnarsson beið sem ,,redshirt” á síðasta tímabili og lék ekki með Chargers en rauði bolurinn verður afgreiddur inn í skáp núna og fróðlegt að sjá hvernig Árni mun fóta sig í liðinu. Vésteinn Sveinsson leikur undir stjórn Brynjars Brynjarssonar í Marshalltown liðinu en Vésteinn kom lítið við sögu á síðustu leiktíð en vonast til að bæta úr því þennan veturinn.
 
Íslenskir leikmenn í Bandaríkjunum.
Helena Sverrisdóttir – TCU
María Men Erlingsdóttir – UTPA
Vésteinn Sveinsson – Marshalltown Tigers
Árni Ragnarsson – Huntsville Chargers
Haukur Helgi Pálsson – Maryland
 
Fyrstu leikir Íslendingaliðanna:
 
Maryland – Haukur Helgi Pálsson
1. nóvember
Maryland – Florida Southern (æfingarleikur)
8. nóvember
Maryland – Seattle University
10. nóvember
Maryland – College of Charleston
14. nóvember
Maryland-Maine
 
Huntsville Chargers – Árni Ragnarsson
3. nóvember
Vanderbilt-Chargers
8. nóvember
Tuscaloosa-Chargers
12-13. nóvember
GSC/SSC Challenge mót
 
Marshalltown Tigers – Vésteinn Sveinsson
9. október
Iowa Juco Jaboree (mót)
16. október
St. Ambrose Jamboree (mót)
1. nóvember
All-Star Team (Marshalltown)
 
UTPA – María Ben Erlingsdóttir
13. nóvember
UTPA – Our Lady of the Lake
16. nóvember
Texas Southern – UTPA
20. nóvember
UTPA – Texas A&M Corpus Cristi
 
TCU – Helena Sverrisdóttir
12. nóvember
TCU-Houston Baptist
17. nóvember
TCU-SMU
19. nóvember
UTSA-TCU
 
Ljósmynd/ Haukur Helgi Pálsson verður nr. 13 hjá Maryland.
 
Fréttir
- Auglýsing -