Grindavík tók á móti Skallagrími í Domino´s deildinni í kvöld, fyrir leikinn voru heimamenn á toppnum en Skallagrímur í 8. sæti og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Byrjunarliðin.
Grindavík: Jóhann Ólafs, Ólafur Ólafs, Sigurður Þorsteins, Aaron Broussard og Sammy Seglinski
Skallagrímur: Orri Jóns, Davíð Ásgeirs, Hörður Hreiðars, Trausti Eríks og Carlos Medlock.
Grindavík skoraði fyrstu 7 stigin í leiknum og virtust vera búnir að ná sér eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi. En Borgnesingar komust svo á bragðð og Carlos Medlock fór fyrir þeim í 1. leikhluta og endaði hann með 13 stig og var með heita hendi. Að honum loknum var staðan 25 – 17 og Medlock að halda þeim inní leiknum, aðrir virkuðu óöruggir í sínum aðgerðum.
Í 2. leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum og skiptust þau á að skora, Sigurður Þorsteinsson var öflugur í teignum og var kominn með 14 stig í hálfleik og Jóhann Ólafs var sömuleðis að hitta vel og kominn með 13 stig. En hjá gestunum róaðist Medlock og setti ekki stig í leikhlutanum, en Hörður Hreiðars var kominn með 10 stig og staðan 49 – 37 í hálfleik.
Sverrir þjálfari Grindvíkinga hefur farið vel yfir málin í hálfleik, því Grindvíkingar mættu ákveðnir tl leiks í þeim seinni og dró fljótlega í sundur með liðunum, Skallarnir gerðu sig seka um mörg mistök og heimamenn pressuðu þá stíft og leiddu 78 – 56 fyrir loka leikhlutann.
Í 4. leikhluta voru gestirnir búnir að henda inn handklæðinu og heimamenn kaffærðu þá, alltaf komu ferskir og graðir menn inn af bekknum og vildu sýna hvað í þeim bjó. Allir komust á blað í kvöld og erfitt að taka einhvern út í kvöld, einna helst Ólafur Ólafs sem barðist að miklum krafti og er allur að braggast eftir fótbrotið í vor, en það litla sem gladdi augað voru ungu strákarnir Jón Axel Guðmundsson, Hinnrik Guðbjartsson og Enar Ómar Eyjólfsson.
Skildusigur hjá Íslandsmeisturunum í annars bragðdaufum leik og ljóst að róðurinn verður þungur fyrir Borgnesinga það sem eftir lifir móts og miklu munaði um þá Pál Axel og Sigmar sem voru fjarrverandi í kvöld, en heimamenn léku án Ryan Pettinella og Davíðs Inga sem er handarbrotinn.
Umfjöllun/ HJJ