spot_img
HomeFréttirFimm fulltrúar Íslands komnir á fullt í bandaríska háskólaboltanum

Fimm fulltrúar Íslands komnir á fullt í bandaríska háskólaboltanum

Háskólakörfuboltinn er kominn á fullt í Bandaríkjunum. Ísland á þar fimm fulltrúa í mismunandi deildum. Fjöldi liða í hinum ýmsu deildum er mjög mikill og til dæmis eru yfir 330 skólar í NCAA 1 síðan er NCAA 2 og NCCA 3. NAIA er svo deild sem má líkja við NCCA 2.
Newberry College NCAA 2: Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson.
Coker College NCAA: Heiðrún Kristmundsdóttir
Birmingham Southern College NCAA 3: Oddur Ólafsson
Ashford University NAIA: Vésteinn Sveinsson.
 
 
Úrslit úr fyrstu leikjum hjá þessum leikmönnum eru eftirfarandi:

Newberry College 103-65 Barber Scotia
Tómas Heiðar með 11 stig, 3 fráköst, 1 stoðsendingu, 1 stolinn bolti. Tómas í byrjunarliðinu Ægir Þór ekki komin til liðsins enn.
 
Coker College 49-62 UNC Pembroke 62
Heiðrún í byrjunarliðinu með 5 fráköst, 5 stoðsendingar.
 
Coker College 66-76 Fayetteville State
Heiðrún 6 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolnir boltar.
 
Ashford University 61-79 Brian Cliff
Vésteinn með 4 stig, 3 fráköst, 2 stoðsendingar.
 
Ashford University 113-79 Crossroads College
Vésteinn með 8 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolnir boltar.
 
Birmingham Southern College 81-79 Huntingdon
Oddur með 7 stig, 3 fráköst , 2 stoðsendingar.
 
Birmingham Southern College 103-80 Ozarks University
Oddur með 1 stolin og 1 stoðsendingu
 
 
Mynd/ Heiðrún Kristmundsdóttir leikur með Coker College
 
Sigurður Hjörleifsson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -