Stjórn KKD Þórs hefur samið aftur við Richard Fields sem var hjá félaginu í fyrra og hefur hann æft með liðinu um hátíðarnar. Hann er strax orðinn löglegur og spilar sinn fyrsta leik gegn ÍA í kvöld.
Fields spilaði vel fyrir Þórsara í fyrra og var með 26,6 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Þór er um þessar mundir í 5. sæti 1. deildar með 10 stig.
Þetta kemur fram á www.thorkarfa.com