Króksamót Tindastóls fór fram um helgina. Þáttakendur voru um 140 talsins og komu þeir af Norðurlandi. FeykirTV kíkti á mótið og tók myndir af krökkunum sýna mikil tilþrif og greinilegt að allir skemmtu sér konunglega.
Einnig voru erlendu leikmenn Tindastóls, þeir Trey Hampton og Maurice Miller, með troðslusýningu fyrir keppendur sem kunnu vel að meta tilþrif þeirra.