spot_img
HomeFréttirFélagsfundur körfuknattleiksdeildar á þriðjudag

Félagsfundur körfuknattleiksdeildar á þriðjudag

Stjórn KKD UMFN boðar til félagsfundar í kvöld, þriðjudaginn 7. júní, kl 20:00 í sal Njarðvíkurskóla. Allir Njarðvíkingar nær og fjær hvattir til að mæta. Farið verður yfir stöðu mála hjá KKDN, framtíðarplönin, leikmannamál karla og kvenna, og margt fleira.
Þjálfarar karla og kvenna munu mæta og vera með pistil og svo er opið fyrir spurningar.
Kaffi á könnunni og meðlæti. Vonumst til að sjá sem flesta velunnara körfunar í Njarðvík.
 
Kveðja,
Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN
 
Fréttir
- Auglýsing -