spot_img
HomeFréttirFeikilega öruggt hjá Grindvíkingum

Feikilega öruggt hjá Grindvíkingum

07:50

{mosimage}

Grindvíkingar lögðu ÍR að velli í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi, 103-71.

Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur þar sem Grindvíkingar sigldu framúr í 2. leikhluta eftir að liðin höfðu skipst á að leiða fram að því.

Grindvíkingar hafa nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og léku afar sannfærandi í leik kvöldsins. Spilið var fumlaust í sókn og vörn og bilið breikkaði stöðugt milli liðanna allt tl leiksloka. Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas lék frábærlega, var með 39 stig og 11 frákst auk þess sem skotnýting hans var með miklum ágætum þar sem hann hitti úr 17 af 21 skoti utan af velli.

Auk hans voru nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson að gera góða hluti og leikstjórnandinn Adam Darboe stýrði sínum mönnum af miklu öryggi. Ungir og upprennandi leikmenn fengu einnig að reyna sig og sýndu oft og tíðum góða takta.

Hjá gestunum var Fannar Helgason traustur í stöðu miðherja, og Ómar Sævarsson átti góða spretti, en staðreyndin var sú að ÍR-ingar voru yfirspilaðir og máttu sín lítils gegn lærisveinum Friðriks Ragnarssonar sem virðist á réttri leið með liðið.

Páll Axel sagðist, í viðtali við Víkurfréttir, sáttur við sigurinn í kvöld sem var vandræðalaus.  “Við erum ekki í vandræðum ef við spilum eins og menn og þannig spilaðist þetta í kvöld. Við höfum byrjað mótið vel, ekki tapað enn, en það sem skiptir meira máli er að við erum að sífellt að bæta okkur og spila betri bolta en við gerðum á undirbúningstímabilinu. Það er allt á réttri leið hjá okkur. Við erum í stöðugri sókn og erum mjög sáttir við stöðuna í dag.”

Frétt og mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -