spot_img
HomeFréttirFalur þjálfar Keflavíkurstúlkur - Pálína framlengir

Falur þjálfar Keflavíkurstúlkur – Pálína framlengir

 Íslands og bikarmeistarar kvennaliðs Keflavíkur munu á nýju ári skarta nýjum þjálfara í sínum herbúðum. Falur Harðarson sem var aðstoðarþjálfari liðsins á liðnu tímabili mun hafa stólaskipti og færa sig í þjálfarastöðuna.
 Síðustu 5 ár hefur Jón Halldór Eðvaldsson stýrt liði Keflavíkur með prýðis árangri. Jóni fannst hinsvegar komin tími á sjálfan sig og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið.  Falur Harðarson er flestum kunnugur í sportinu og sögðu stjórnarmenn í Keflavík í dag þegar skrifað var undir tveggja ára samning að stefnan væri sem fyrr sett á titla.  Falur sagðist hlakka til næsta vetrar en hægt er að skoða viðtal við kappann á Karfan TV.
 Við sama tækifæri var framlengt um tvö ár við Pálínu Gunnlaugsdóttir sem hefur verið lykil leikmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár.Viðtal við Pálínu er hægt að skoða á Karfan TV  Þetta eru vissulega gleði tíðindi fyrir Keflavík og næst á dagskrá er að tryggja sér erlenda leikmenn en Falur kvað þá vinnu vera í fullum gangi og vonast er til þess að Jackie Adamshick muni mæta aftur á næsta ári. 
Fréttir
- Auglýsing -