Bakvörðurinn Daníel Ágúst Halldórsson hefur ákveðið að færa sig um set í bandaríska háskólaboltanum fyrir næsta tímabil.
Daníel Ágúst hafði á síðasta tímabili leikið fyrir skóla Southeastern Oklahoma State, en mun á því næsta vera með Missouri Southern.
Missouri Southern skólinn er staðsettur í Joplin í Missouri ríki Bandaríkjanna og leikur skólinn í Mid-America hluta 2. deildar háskólaboltans.