Haukar tryggðu sér í kvöld sigur í fyrstu deild karla með sigri á Álftanesi í Ólafssal, 85-67. Haukar eftir leikinn með 46 stig, 6 stigum á undan Hetti sem að töpuðu í kvöld fyrir Sindra á Höfn í Hornafirði og geta ekki náð þeim úr þessu. Það verða því Haukar sem fara beint upp í Subway deildina, eftir aðeins eitt tímabil í fyrstu deildinni.
Karfan spjallaði við Eystein Bjarna Ævarsson leikmann Álftanes eftir leik í Ólafssal. Eysteinn átti frekar góðan leik þrátt fyrir tapið, skilaði 13 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum á 33 mínútum spiluðum.