Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Fjölnir lagði Hamar í Dalhúsum, Sindri hafði betur gegn Hetti á Höfn, Hrunamenn lögðu Selfoss á Flúðum og í Hafnarfirði báru Haukar sigurorð af Álftanesi.

Úrslit kvöldsins þýða að Haukar hafa tryggt sér efsta sæti fyrstu deildarinnar og munu því halda beint upp aftur í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild karla

Fjölnir 96 – 89 Hamar

Sindri 94 – 92 Höttur

Hrunamenn 92 – 87 Selfoss

Haukar 85 – 67 Álftanes