spot_img
HomeFréttirEymundssonmótið fer fram um næstu helgi

Eymundssonmótið fer fram um næstu helgi

11:16
{mosimage}

Þá hefur mótanefnd Eymundssonmótsins komið upp leikjaniðurröðun fyrir helgina. Leikið verður á laugardeginum og á sunnudeginum leika yngstu krakkarnir en margt verður um manninn í DHL-Höllinni um helgina.

Þriðja árið í röð heldur Unglingaráð KKD KR og Eymundsson Minnibolta mót fyrir krakka 10 ára og yngri. Mótið fer fram í DHL-Höllinni þar sem margt verður um manninn og skemmtileg stemmning alla helgina.

Á laugardeginum frá klukkan 09:00 – 20:00 munu krakkarnir keppa við hvort annað og verður vegleg sjoppa á staðnum. Foreldrar eru hvattir til að mæta, fylgjast með og hvetja sín lið áfram.

Margir sjálfboðaliðar koma að mótinu og niðurröðun mótsins liggur fyrir og með því að smella á hlekkinn hér að neðan má nálgast niðurröðun fyrir mótið á heimasíðu KR:
http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=313375

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -