spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEyjólfur Ásberg gefur út lag - Sumarsmellurinn í ár?

Eyjólfur Ásberg gefur út lag – Sumarsmellurinn í ár?

Eyjólfur Ásberg Halldórsson leikmaður Ármanns hefur síðustu misseri einbeitt sér að öðru en körfuboltanum en á miðnætti í gær kom út lagið “Finn ekki á mér” sem Eyjólfur gefur út undir nafninu “Eyjó”.

Eyjólfur hefur leikið með Ármanni á þessari leiktíð í 1. deild karla en einungis leikið 7 leiki vegna meiðsla. Á Instagram síðu sinni segir Eyjólfur “Eftir 4. ára baráttu við taugasjúkdóm sem hamlar mér að spila íþróttina sem ég elska og allt snerist um þurfti ég að finna mér nýja hluti að gera.” Hann var valinn besti leikmaður 1. deildar karla árið 2018 og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Það er því ljóst að Eyjólfur ætlar sér að hasla sér völl á nýjum vettfangi.

Ljóst er að um sumarsmellinn 2023 er að ræða og munu ófáir dansa létt spor við þetta frábæra lag. Við óskum Eyjólfi til hamingju með nýja lagið og vonum að við sjáum hann á vellinum aftur.

Fréttir
- Auglýsing -