Framkvæmdaráð FIBA í Evrópu hefur ákveðið að fresta leikjum A deildar U18 drengja sem fram áttu að fara í Samsun í Tyrklandi dagana 30. júlí til 7. ágúst. Ákvörðunin var tekin sökum áhyggjna margra foreldra drengjanna sem áttu að spila varðandi stöðugleika í landinu, en fyrir aðeins nokkrum dögum reyndi herinn að ræna völdum þar en mistókst. Mótinu í heild er því frestað. þangað til annaðhvort seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta og mun aldur drengjanna ekki skipta máli (þ.e. ef að þeir voru gjaldgengir nú, verða þeir það þá)
Það skal tekið fram að þetta hefur ekki nein áhrif á mót íslenska liðsins, en það leikur í B deild Evrópumótsins sem fram fer 29. júlí til 7. ágúst næstkomandi í höfuðborg Makedóníu, Skopje.