spot_img
HomeFréttirEvrópumeistararnir unnu Clippers örugglega

Evrópumeistararnir unnu Clippers örugglega

22:59

{mosimage}
(Trajan Langdon var stigahæstur í kvöld með 17 stig)

NBA-Europe Live túrinn heldur áfram og í dag áttust við Evrópumeistarar CSKA Moscow og LA Clippers. Til að segja langa sögu stutta áttu Evrópumeistarar CSKA ekki í miklum vandræðum með gestina frá Bandaríkjunum og sigruðu með 19 stigum, 94-75, en það var leikið í Moskvu.

Hjá CSKA var Trajan Langdon stigahæstur með 17 stig og Tomas Van Den Spiegel var með 16. Hjá Clippers var Chris Kaman stigahæstur með 15 stig og 11 fráköst og Corey Maggette bætti við 13 stigum.

{mosimage}
(Matjas Smodis leikmaður CSKA)

Corey Maggette sagði eftir leikinn að hann væri til í að koma og spila aftur við Evrópumeistarana, Ég væri til í að koma aftur og spila við þessa stráka þegar við erum í formi og sýna þeim hvað við getum í raun og veru.”

Nú eru 5 leikir búnir í Evróputúrnum og hafa NBA-liðin unnið 3 og Evrópuliðin 2.

NBA-lið hefur ekki heimsótt Rússland síðan 1988 þegar Atlanta Hawks spiluðu þar.

myndir: Euroleague.net

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -