spot_img
HomeFréttirEuroleague: Unics settu met í varnarvinnu

Euroleague: Unics settu met í varnarvinnu

Aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Euroleague og línurnar eru farnar að skýrast.  Riðlarnir eru fjórir og fara fjögur lið uppúr hverjum riðli eftir tíundu og síðustu umferðina sem fer fram 21. og 22. desember næstkomandi.  Næst síðasta umferðin kláraðist í gærkvöldi og eftir hana hafa 12 lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum.  

 A Riðill

A riðill er sem fyrr hnífjafn og en þar eru 2 lið sem hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum vegna innbyrgðis viðureigna en þrjú lið koma þar á eftir og keppa um hin sætin 2.  Það eru Olympiacos og Bennet Cantu sem hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum.  

                           Sigrar       Töp

Olympiacos            5          4

Bennet Cantu        5          4

Caja Laboral         5          4

Fenerbahce           5          4

Gescrap BB           4          5

SLUC Nancy         3          6

 

B Riðill

Í B riðli hafa þrjú lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum og fer þar fremst í flokki CSKA Moscow sem er eina liðið í keppninni sem enn hefur ekki tapað leik.  Moscow gerði sér lítið fyrir og sigraði evrópumeistara Panathinaikos í fyrrakvöld með 16 stigum og það án Andrei Kirilenko sem hefur verið þeirra besti maður í vetur.  Kirilenko er þessa dagana að ganga frá sínum málum við Utah Jazz þar sem hann er með lausan samning og því ekki víst með hvaða liði hann spilar körfubolta næst.  

Moscow, Panathinaikos og Unicaja hafa öll tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum en Zalgiris Kaunas og Brose Baskets berjast um seinasta sætið.  Zalgiris mætir botnliði KK Zagreb á meðan Brose baskets á erfiðan útileik eftir á móti Panathinaikos.

 

                                Sigrar    Töp

CSKA Moscow         9          0

Panathinaukos         6         3

Unicaja                      4         5

Zalgiris Kaunas        3         6

Brose Baskets          3         6

KK Zagreb                 2        7

 

C Riðill

Þrjú lið hafa einnig tryggt sér áframhaldandi þáttöku í C riðli en það eru liðin Real Madrid, Maccabi Electra og Anadolu Efes.  Það eru svo næstu tvö lið, Emporio Armani og Partizan mt:s sem mætast í síðustu umferð um hvort liðið fylgir þeim áfram.  Partizan vann fyrri leikinn með 4 stigum, 65-69 og Armani þarf því að vinna með 5 stigum eða meira til að hafa betur í innbyrðis viðureignum.

 

                                Sigrar     Töp

Real Madrid             7            2

Maccabi Electra      6            3

Anadolu Efes           5            4

Partizan Mt:s            4            5

Emporio Armani      3            6

Belgacom Spirou    2            7

 

D Riðill

Í D riðli eru hinir risarnir, Barceolona sem fyrir gærkvöldið höfðu ekki tapað leik. Barcelona þurfti hins vegar að sætta sig við 3 stiga tap gegn Montepaschi Siena frá Ítalíu í gærkvöldi en halda þó topp sæti riðilsins með 8 sigra og 1 tap.  Síðasta umferðin í D riðli verður bara formsatriði þar sem fjögur lið hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum og því ekki að miklu að keppa.  

Í gærkvöldi fór einnig fram sögulegur leikur milli Unics og Asseco Prokom þar sem varnarleikur heimamanna fór í sögubækurnar en ekkert lið í sögu Euroleague hefur fengið á sig jafn fá stig í einum hálfleik  í riðlakeppni deildarinnar, aðeins 11 stig.  Metið átti CSKA Moscow sem fékk á sig 14 stig í seinni hálfleik leik gegn Krka Novo árið 2003.  Unics unnu leikinn nokkuð örugglega eins og gefur að skilja en hann fór 68-41, þar sem aðeins einn leikmaður Asseco skoraði 10 stig eða meira.  

 

                                       Sigrar       Töp

Barcelona Regal            8              1

Montepaschi Siena        7              2

Unics                                 6              3

GS Medical Park             4              5

Asseco Prokom               1              8

Union Olimpija                1              8

 

Lokaumferð riðlakeppninnar fer fram 21. og 22. desember en þá ræðst hvaða fjögur lið bætast í hóp þeirra 12 liða sem þegar eru komin áfram.  

Staðan í deildinni

Næstu leikir

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -