spot_img
HomeFréttirEuroleague: CSKA Moscow komnir á svakalegt skrið

Euroleague: CSKA Moscow komnir á svakalegt skrið

 Fjórir leikir fóru fram í Euroleague í kvöld.  CSKA Moscow, Caja Laboral og Montepaschi unnu öll sinn þriðja leik í kvöld en þó mis örugglega.  Moscow vann KK Zagreb örugglega með nánast helmingsmun, 47-89, en Moscow með þá Andrei Kirilenko og Nenad Kristic í broddi fylkingar virka ótrúlega sterkir um þessar mundir.  
 Leikir kvöldsins

 

Caja Laboral 81-79 Olympiacos

Caja Laboral tóku af skarið í fjórða leikhluta eftir að hafa verið undir fram að því og unnu góðan tveggja stiga sigur á Olympiacos.  Caja eru því ósigraðir í Euroleague á þessu tímabili og stefna hraðleið áfram úr riðlinum.  

Stigahæstur í liði Caja var Mirza Teletovic með 20 stig en næstir voru Kevin Seraphin og Fernandi San Emeterio með 15 stig hvor.  

Í liði Olympiacos var Vassilis Spanoulis stigahæstur með 19 stig og 7 stoðsendingar en næstir voru Pero Antic og Kyle Hines með 14 stig hvor.

Tölfræðina úr leiknum má finna hér

KK Zagreb 47- 89 CSKA Moscow

CSKA Moscow halda áfram að sýna yfirburði sína með feiknarstórum útisigri á Zagreb sem hafa ekki unnið leik í Euroleagu á tímabilinu.  Sigur CSKA í kvöld var aldrei í hættu en heimamenn skoruðu aldrei meira en 13 stig í leikhluta í kvöld og voru komnir með 21 stigs forskot strax í hálfleik.

Stigahæstur í liði CSKA var Nenad Kristic með 15 stig en næstir komu Andrei Kirilenko með 14 stig og 7 fráköst og Andrey Vorontsevich með 12 stig og 6 fráköst.  

Tölfræðina úr leiknum má finna hér

Montepaschi 103- 77 GS medical Park

Ítalska liðið Montepaschi Siena hefur komið virkilega sterkt inní Euroleague í ár og unnið fyrstu þrjá leiki sína.  Sigurinn í kvöld var nokkuð öruggur og fór Rimantas Kaukenas fyrir sínum mönnum með 24 stig.  Næstir í liði Siena voru Bo McCalebb með 19 stig og David Andersen með 13 stig.  

Í liði Medacl Park var Luksa Andric stigahæstur með 12 stig en næstir voru Ender Arslan með 11 stig og Joshua Shipp með 10 stig og 9 fráköst.

Tölfræðina úr leiknum má finna hér

Union Olimpija 70-62 Asseco Prokom

Þessi tvö lið verma tvo neðstu sæti D riðils í Euroleague en þau höfðu bæði tapa fyrstu tveimur leikjum sinum á tímabilinu.  Union Olimpija hafði betur í kvöld og geta þakkað Danny Green fyrir sem var yfirburða maður í sóknarleik þeirra í kvöld með 23 stig.  Næstir á blað voru Robert Rothbart með 9 stig og Dino Muric með 8 stig.

Í liði Asseco var Alonzo Gee stigahæstur með 13 stig en næstir voru Oliver Lafayette með 12 stig og Lukasz Seweryn með 9 stig.  

Tölfræðina úr leiknum má finna hér

 

Hægt er að horfa á leiki í Euroleague á www.euroleague.tv ef menn eru tilbúnir að borga nokkrar evrur fyrir.  Útsendingarnar eru í mjög góðum gæðum og leikirnir fara fram á skikkanlegum tíma sem ætti að vera góðar fréttir fyrir þá sem hafa vanið sig á að vaka eftir NBA leikjunum i gegnum tíðina. 

Fréttir
- Auglýsing -