Síðasti riðillinn sem við förum yfir fyrir upphaf EuroBasket sem hefst á miðvikudaginn er D-riðill sem er gríðarlega sterkur og ekki langt á eftir C-riðli sem við teljum sterkastan á mótinu.
Í honum leika báðar Norðurlandaþjóðirnar sem leika á mótinu, Svíar og Finnar, auk Grikkja, Rússa, Ítala og Tyrkja.
Rússland hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og höfnuðu í 3. sæti á síðasta móti. Í ár verður enginn Andrei Kirilenko með sem hefur verið kóngurinn í liðinu síðustu ár og var í úrvalsliði mótsins 2011. Rússar verða þó líklegir til að vinna riðilinn.
Ítalir eru spurningamerki, hafa verið á uppleið undanfarið en þá vantar sem dæmi þá félaga Andrea Bargnani og Danilo Gallinari í ár og spurning hvort það sé of stór biti til að ná í topp 3 í þessum sterka riðli.
Tyrkland er með öflugt lið og eru með flesta af sínum sterkustu leikmönnum. Grikkir eru að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun en bæði lið hafa verið „powerhouse“ í evrópuskum körfubolta undanfarin ár.
Finnar komu á óvart á síðasta móti og höfnuðu í 9. sæti og hafa alla möguleika á að fara upp úr riðlinum. Svíar munu eiga erfitt verkefni fyrir höndum og munu treysta mikið á NBA-leikmenn sína Jonas Jerebko og Jeffery Taylor.
Það er ljóst að það verður barátta upp á líf og dauða í öllum leikjum riðilsins og fyrirfram ættu öll lið í riðlinum að geta unnið hvort annað.
Topp 3 spá Karfan.is í D-riðli: Rússland, Grikkland og Tyrkland.
Fylgstu með!
Aleksey Shved leisti Ricky Rubio snilldarlega af hjá Minnesota Timberwolves í vetur og stóð sig vel en hann lék áður með CSKA Moskvu og hefur verið að leika betur og betur með landsliði Rússa undanfarin ár.
Einnig er vert að benda á Petteri Koponen hjá Finnum sem er fjölhæfur bakvörður bæði í vörn og sókn.
Mynd/ Aleksey Shved