Erlendur Ágúst Stefánsson hefur söðlað um á Suðurlandinu og mun leika með FSu í 1. deild karla á næstu leiktíð en hann kemur frá Þór Þorlákshöfn. Eins og segir í frétt á heimasíðu FSu, www.fsukarfa.is, þá er Erlendur tiltölulega nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann lék með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu.
Þá hafa þeir Arnþór Tryggvason og Daníel Kolbeinsson framlengt við félagið en Arnþór er fyrirliði FSu.
Mynd/ Erlendur Ágúst mun leika í treyju númer 8 í Iðu.
www.fsukarfa.is