spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Erfiður seinni hálfleikur Íslands gegn Grikklandi

Erfiður seinni hálfleikur Íslands gegn Grikklandi

Ísland mátti þola tap í kvöld fyrir Grikklandi í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2021, 58-95. Eftir fimm leiki í riðil A leitar Ísland enn að fyrsta sigrinum á meðan að Grikkland hefur unnið þrjá og tapað tveimur.

Gangur leiks

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins af krafti. Héldu vel í Grikklandi í upphafi, en munurinn þó 5 stig þegar að fyrsti leikhluti var á enda, 17-22. í upphafi seinni hálfleiksins gerir Ísland áfram vel að halda í við sterkt lið Grikkland. Undir lok hálfleiksins missa þær þó eilítið tökin og er forysta Grikklands 12 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 31-43.

Í upphafi seinni hálfleiksins setur Grikkland svo fótinn á bensíngjöfina. Vinna þriðja leikhlutann með 11 stigum og eru því komnar með þægilega 23 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 48-71. Í honum gera þær svo nóg til að vinna leikinn að lokum með 37 stigum, 58-95.

Tölfræðin lýgur ekki

Grikkland tók 42 fráköst í leiknum á móti aðeins 29 hjá Íslandi. Stór munur var á sóknarfráköstum liðanna, en Grikkland tók 12 á móti aðeins 2 hjá Íslandi.

Kjarninn

Samkvæmt heimslista FIBA var Ísland að spila við 13. besta lið í heiminum í kvöld. Miðað við það er alveg hægt að segja að íslenska liðið hafi gert ágætlega, þá sérstaklega framan af. Full auðvelt samt fyrir Grikkland í seinni hálfleiknum að loka þessu, en mögulega, eins og tekið var fram, viðbúið.

Atkvæðamestar

Bestar í íslenska liðinu í dag voru Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig og 9 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir með 17 stig og 5 stoðsendingar.

Hvað svo?

Næti leikur Íslands verður sá síðasti í keppninni, komandi laugardag 6. febrúar gegn heimakonum í Slóveníu.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Leikurinn í heild

Fréttir
- Auglýsing -