KR lagði heimakonur í Snæfell fyrr í kvöld í Stykkishólmi í 20. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er KR sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á meðan að Snæfell í í því sjötta.
Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leik dagsins af miklum kraft. Voru komnar með 20 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann, 6-26. Undir lok fyrri hálfleiksins vakna heimakonur þó aðeins til lífsins, en munurinn þó 21 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 23-44.
Í upphafi seinni hálfleiksins er jafnræði á með liðunum, en KR halda þó vel í forystu sína, 22 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 38-60. Í honum gerir KR svo nóg til þess að sigla mjög svo þægilegum 26 stiga sigur í höfn, 56-82.
Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Margrét Kara Sturludóttir með 5 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir heimakonur var það Emese Vida sem dróg vagninn með 15 stigum og 15 fráköstum.
Myndasafn (væntanlegt)
Myndir / Sumarliði Ásgeirsson
Snæfell-KR 56-82
(6-26, 17-18, 15-16, 18-22)
Snæfell: Emese Vida 15/15 fráköst, Amarah Kiyana Coleman 10/9 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 8/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Veera Annika Pirttinen 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Vaka Þorsteinsdóttir 0.
KR: Sanja Orazovic 16/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/6 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 12, Alexandra Eva Sverrisdóttir 11, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Margrét Kara Sturludóttir 5/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3/4 fráköst.