spot_img
HomeFréttirEr rúmlega 30 ára sögu Magic og Lakers að ljúka?

Er rúmlega 30 ára sögu Magic og Lakers að ljúka?

 
Magic Johnson og LA Lakers, síðustu þrjá áratugi hefur vart verið hægt að tala slíta Lakers og Magic Johnson í sundur, hvort sem er í ræðu eða riti. Goðsögnin virðist þó vera líkleg til að færa sig um set og leita á önnur mið samkvæmt greinarhöfundinum Scott Howard-Cooper. Magic mun víst þessa dagana renna hýru auga til stærri verkefna hjá NBA liði en hann hefur gegnt hjá Lakers undanfarið eftir að hans dögum á parketinu lauk.
Buss fjölskyldan undir stjórn Jerry Buss hefur stjórnað Lakers allt frá því Magic kom til félagsins frá Michigan háskólanum árið 1979. Sjálfur vill Magic komast í stærra hlutverk hjá félaginu en hann hefur m.a. verið varaforseti liðsins, gengt markaðsmálum og ýmsu öðru en vill komast hærra. Það verður ekki á meðan Jim Buss og Mitch Kupchak sjá um framkvæmdastjórnu körfuboltamála félagsins og Jeanie Buss sem fjármálastjóri.
 
,,I´ll still be a Laker forvever,“ hefur Magic látið hafa eftir sér í fjölmiðlum Vestanhafs en það stoppar hann ekki. Einhver skærasta íþróttastjarna Vesturstrandar Bandaríkjanna vill á ný mið, meiri ábyrgð og Lakers hefur ekki upp á slíkt að bjóða.
 
Á sínum tíma var talið að Magic hefði verið meðlimur í hópi fjárfesta sem vildi kaupa Golden State Warriors og þá hefur hann einnig verið tengdur við kaup í hlut í Detroit Pistons sem er það NBA lið sem stendur við hans heimabæ. Ekkert er þó staðfest í þessum efnum en sjálfur hefur Magic tekið af öll tvímæli, það gæti gerst að hann segði skilið við Lakers og leitaði á önnur mið.
 
 
Ljósmynd/ Er þriggja áratuga samstarfi Jerry Buss og Magic Johnson að ljúka?
 
Fréttir
- Auglýsing -