Magic Johnson og LA Lakers, síðustu þrjá áratugi hefur vart verið hægt að tala slíta Lakers og Magic Johnson í sundur, hvort sem er í ræðu eða riti. Goðsögnin virðist þó vera líkleg til að færa sig um set og leita á önnur mið samkvæmt greinarhöfundinum Scott Howard-Cooper. Magic mun víst þessa dagana renna hýru auga til stærri verkefna hjá NBA liði en hann hefur gegnt hjá Lakers undanfarið eftir að hans dögum á parketinu lauk.
Buss fjölskyldan undir stjórn Jerry Buss hefur stjórnað Lakers allt frá því Magic kom til félagsins frá Michigan háskólanum árið 1979. Sjálfur vill Magic komast í stærra hlutverk hjá félaginu en hann hefur m.a. verið varaforseti liðsins, gengt markaðsmálum og ýmsu öðru en vill komast hærra. Það verður ekki á meðan Jim Buss og Mitch Kupchak sjá um framkvæmdastjórnu körfuboltamála félagsins og Jeanie Buss sem fjármálastjóri.
,,I´ll still be a Laker forvever,“ hefur Magic látið hafa eftir sér í fjölmiðlum Vestanhafs en það stoppar hann ekki. Einhver skærasta íþróttastjarna Vesturstrandar Bandaríkjanna vill á ný mið, meiri ábyrgð og Lakers hefur ekki upp á slíkt að bjóða.
Á sínum tíma var talið að Magic hefði verið meðlimur í hópi fjárfesta sem vildi kaupa Golden State Warriors og þá hefur hann einnig verið tengdur við kaup í hlut í Detroit Pistons sem er það NBA lið sem stendur við hans heimabæ. Ekkert er þó staðfest í þessum efnum en sjálfur hefur Magic tekið af öll tvímæli, það gæti gerst að hann segði skilið við Lakers og leitaði á önnur mið.
Ljósmynd/ Er þriggja áratuga samstarfi Jerry Buss og Magic Johnson að ljúka?