spot_img
HomeFréttirEnn tapa Boston Celtics

Enn tapa Boston Celtics

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Eitthvað var um óvænt úrslit, þar sem að mest á óvart kom að botnlið Cleveland Cavaliers hafi unnið deildarmeistara síðasta tímabils Houston Rockets. Tristan Thompson atkvæðamestur fyrir Cavaliers með 16 stig og 22 fráköst, á meðan að fyrir gestina frá Houston skilaði James Harden mestu, 40 stigum og 13 fráköstum.

Þá lá lið Boston Celtics í enn eitt skiptið í vetur, í þetta skiptið fyrir Dallas Mavericks. Celtics ekki farið vel af stað þetta tímabilið og virðast aðeins vera að versna eftir því sem líður á það. Unnið 4 af 10 síðustu leikjum sínum. Kyrie Irving sem áður atkvæðamestur fyrir þá í nótt með 19 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar á meðan að fyrir Mavericks var það Puertó Ríkaninn J.J. Barea sem dróg vagninn með 20 stigum og 8 stoðsendingum.

Öll úrslit næturinnar má finna hér fyrir neðan.

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar:

Houston Rockets 108 – 117 Cleveland Cavaliers

New Orleans Pelicans 114 – 124 Washington Wizards

Chicago Bulls 96 – 111 Minnesota Timberwolves

Denver Nuggets 105 – 98 Oklahoma City Thunder

Boston Celtics 104 – 113 Dallas Mavericks

San Antonio Spurs 129 – 135 Milwaukee Bucks

Sacramento Kings 116 – 117 Golden State Warriors

Fréttir
- Auglýsing -