spot_img
HomeFréttirEnn tapa Bandaríkin - Fyrst Nígería, nú Ástralía

Enn tapa Bandaríkin – Fyrst Nígería, nú Ástralía

Bandaríkin töpuðu öðrum leik sínum í röð í nótt er þeir þurftu að láta í minni pokann fyrir Ástralíu, 91-83, en bæði lið vinna að undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem settir verða 23. júlí. Fyrri leiknum töpuðu þeir nú um helgina fyrir Nigeríu, 90-87.

Bandaríkin höfðu níu stiga forskot þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, en Ástralía náði að snú leiknum sér í vil í þriðja leikhlutanum, sem endaði 69-64. Leikurinn var þó nokkuð jafn fram á lokamínúturnar, þegar að Ástralía náði að frammúr og vinna.

Atkvæðamestir fyrir Bandaríkin í leiknum voru Damian Lillard með 22 stig og Bradley Beal með 17. Fyrir Ástralíu var Patty Mills stigahæstur með 22 stig og Joe Ingles bætti við 17.

Það helsta úr leiknum:

https://www.youtube.com/watch?v=NA1SG34wE94
Fréttir
- Auglýsing -