spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaEnn einn góður leikur Tryggva í tapi Zaragoza - Er ofarlega á...

Enn einn góður leikur Tryggva í tapi Zaragoza – Er ofarlega á lista framlagshæstu leikmanna deildarinnar

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza máttu þola þriggja stiga ósigur gegn Acunsa GBC í ACB deildinni spænsku í dag, 70-67.

Í leiknum lék Tryggvi rúmar 15 mínútur og var næst framlagshæstur sinna manna í leiknum, skilaði 10 stigum og 6 fráköstum.

Lið hans hefur farið afleitlega af stað í vetur, með aðeins einn sigurleik í fimm fyrstu umferðunum. Næst leikur liðið í ACB þann 18. næstkomandi gegn UCAM Murcia CB.

Þrátt fyrir það virðist Tryggvi fara afar vel af stað með liði sínu þennan veturinn, þar sem hann er 12. framlagshæsti leikmaður deildarinnar að meðaltali í leik með 16.8 framlagspunkta að meðaltali í leik. Efstur á listanum er stjarna Barcelona, fyrrum NBA leikmaðurinn Nikola Mirotic með 21.7.

Munar miklu þar fyrir Tryggva tölfræðiþættir frákasta og skotnýtingu, en hann er með hærri meðaltölum deildarinnar í þeim eftir fyrstu 5 umferðirnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -