Kobe Bryant sýndi enn einu sinni í nótt að enginn er hættulegri en hann þegar komið er fram á síðustu sekúndur leikja. Hann tryggði LA Lakers sigur á Sacramento Kings með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út og kórónaði þannig endurreisn Lakers, sem vann upp 20 stiga mun Kings úr fyrri hálfleiknum. Kobe skoraði alls 39 stig í leiknum og er sem stendur efstur í keppninni up stigakóngstitilinn.
Smellið hér til að sjá brot úr leiknum
Á meðan unnu NY Knicks góðan sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik þar sem Nate Robinson fór hamförum með 41 stig af bekknum.
Robinson hafði setið á tréverkinu í réttan mánuð þar sem hann var ekki í náðinni hjá Mike D‘Antoni, þjálfara, en nýtti tækifæri sitt til hins ítrasta og sagði Robinson eftir leikinn að nú horfði hann fram á veginn og vildi vera áfram hjá Knicks.
Knicks hafa verið að bæta sig mikið undanfarið eftir ömurlega byrjun á tímabilinu þar sem þeir hafa unnið 10 af síðustu 16 leikjum sínum.
Loks unnu Orlando Magic nokkuð auðveldan sigur á Minnesota Timberwolves.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Atlanta 108 New York 112
Minnesota 94 Orlando 106
LA Lakers 109 Sacramento 108
Mynd/AP