12:21
{mosimage}
Karfan.is heldur enn áfram að fá svör frá sveitastjórum þeirra sveitarfélaga sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna næsta vetur og hafa ekki yfir íþróttahúsið með parketi að ráða.
Spurt var hvernig sveitarfélagið muni bregðast við þeirri reglugerð sem KKÍ setti þingi sínu.
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjörður sendi okkur svohljóðandi svar.
Eina svarið sem hægt er að gefa við þessari fyrirspurn á þessu stigi að ekki er gert ráð fyrir gólfefnaskiptum á næstu árum í íþróttahúsum sveitarfélagsins samkvæmt þeim áætlunum sem unnið er eftir í dag. Ekki hafa verið ræddar neinar breytingar á þeim áætlunum enn sem komið er hvað sem síðar kann að verða.
Áður höfðu Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akueyri og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði svarað okkur.
Enn hafa ekki borist svör úr Reykjavík og Kópavogi en við munum halda áfram að leita svara.
Mynd: www.skagafjordur.is