spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaEmil Barja, fyrirliði Hauka, spjallaði við Körfuna eftir leik "Menn voru ansi...

Emil Barja, fyrirliði Hauka, spjallaði við Körfuna eftir leik “Menn voru ansi þungir”

Keflavík lagði Hauka í kvöld í Dominos deild karla, 76-83. Keflavík eftir leikinn taplausir eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Haukar hafa unnið einn en tapað tveimur.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann Hauka, Emil Barja, eftir leik í Ólafssal.

Ég ætla að henda því á þig líkt og Hössa áðan að mér fannst þessi leikur bara lélegur!

Jáh! Algerlega sammála þér. Menn voru ansi þungir og menn kannski ekki alveg búnir að venjast leikjaálaginu, stutt síðan við vorum að spila. Við vorum þungir og þeir líka, lítið að hitta í byrjun og allt frekar stíft.

Bjartasti punkturinn fannst mér eiginlega vera hvað það gekk þolanlega að eiga við þá félaga Milka og Dean undir körfunni…hvað segiru um það?

Jah…við erum nú með góða stóra leikmenn varnarlega. Brian er bara með betri stóru mönnunum í deildinni finnst mér, alveg hrikalega góður. Það sést kannski ekki alveg allt á stattinu en hann er alvöru skrokkur og var að taka vel á móti Milka. Mér fannst Breki gera vel líka þó hann hafi fengið fullt af villum…

En sóknarlega var flæðið ekkert sérstaklega gott hjá ykkur…

Nei, eins og við sögðum í byrjun var þetta ansi þungt og kannski situr síðasti leikurinn í manni sem það ætti samt ekkert að gera því þetta eru nánast fyrstu tveir leikirnir á tímabilinu! En við erum ekki vanir rútínunni og þetta hlýtur að koma í næstu leikjum…

Einmitt. Ef við lítum svo bara á tölurnar þá er ekkert skammarlegt að tapa með 7 stigum á móti mjög öflugu Keflavíkurliði Kanalausir…má ekki segja það?

Jújú, þegar hann kemur inn þá finnst mér við alveg eiga heima í topp-fjórum hópnum í deildinni, við erum með góðan hóp. Þó þetta hafi verið þungur leikur hjá okkur finnst mér við eiga heima þar.

Það breytir gjarnan miklu eins og allir vita að fá bandarískan leikmann inn í hópinn…

Já algjörlega, ekki síður þegar leikið er þétt, þá verðum við með bara mjög breiðan hóp og getum róterað mikið og ég er bara mjög spenntur fyrir þessu.

Akkúrat. Veistu hvernig staðan er á honum, er langt í hann…?

Vonandi kemur hann bara í næsta leik…en ég bara veit það ekki alveg. Hann rann til og það kom einhver smellur í hnéð og vildi ekki fara of snemma af stað…

…löppin er amk. á…?

Já! Hún er þarna, við getum verið sáttir með það…

En með þig sjálfan, hvernig er ástandið á þér? Það hefur verið svolítið misjafnt…?

Já…ég er mjög upp og niður sko! Ég er svona allt í lagi, ég hélt að ég hefði gott af þessari pásu en hún hefur bara gert þetta verra sko!

Þú hefur verið of mikið í sófanum…?

Jah, eða hlaupa úti á einhverju helvítis malbiki…en þetta bara tekur tíma að koma sér í stand, sérstaklega þegar það er leikið svona þétt…ég þarf bara að fara að brjóta meira og geta þá hvílt mig þannig!

Já, nákvæmlega! Þú kannt það alveg…?

Jájá!

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -