Evrópumeistaramót karla í körfuknattleik hefst í dag þar sem heilir 12 leikir eru á dagskrán. Herlegheitin hefjast kl. 12:15 í dag með viðureignum Spánar og Pólland annars vegar og svo Serbíu og Ítalíu hinsvegar.
Við formlega setningu mótsins í Litháen var sett nýtt heimsmet. 55.000 körfuboltaaðdáendur drippluðu boltum í fimm mínútur í sex borgum, um 8,300 manns í Klaip?da, 6,000 í Alytus, 7,250 í Šiauliai, 7,600 í Panev?žys, 11,000 í Kaunas og 15,000 í höfuðborginni Vilnius. Gamla metið átti Pólland með 30.000 skoppandi körfuboltum samtímis.
Forsetisráðherra Litháens, Andrius Kubilius, borgarstjóri Vilnius, Arturas Zoukas, framkvæmdastjóri FIBA Europe Nar Zanolin og leikmaður landsliðs Litháens, Linas Kleiza klipptu á borða sem markaði upphaf mótsins.
Ólafur Rafnsson, forseti FIBA Europe þakkaði öllum sem tóku þátt og fagnaði því að keppnin færi fram í Litháen, en með sanni má segja að litháar séu körfuboltasjúkir og er talið að keppnin munu verða með glæsilegasta móti.
Leikir dagsins:
Spánn-Pólland
Serbía-Ítalía
Svartfjallaland-Makedonía
Belgía-Georgía
Tyrkland-Portúgal
Frakkland-Lettland
Grikkland-Bosnía
Slóvenía-Búlgaría
Litháen-Bretland
Þýskaland-Ísrael
Króatía-Finnland
Rússland-Úkraína
Mynd/ Spánverjinn Pau Gasol reimar á sig skóna nú í hádeginu.