spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar semur við lið í Frakklandi

Elvar semur við lið í Frakklandi

Elvar Friðriksson hefur samið við lið Denain í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Næsta leiktíð verður hans fyrsta í atvinnumennsku en hann hefur leikið í Bandaríkjunum síðustu ár. 

 

Denain endaði í tíunda sæti í frönsku Pro-B deildinni á síðustu leiktíð. Deildin er sú sama og Martin Hermannsson lék í fyrst er hann kom til Evrópu og gæti því reynst góður stökkpallur fyrir Elvar. 

 

Elvar sem leikið hefur með Barry háskólanum síðustu þrjú ár hefur leikið á allsoddi þar og verið meðal bestu leikmanna. Á sínu síðasta ári þar var hann með 19,8 stig og 7,1 stoðsendingar að meðaltali í leik. Njarðvíkingurinn hefur nú ákveðið að reyna fyrir sér í atvinnumennskunni og verður spennandi að fylgjast með honum í Frakklandi. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -