Elvar Már Friðriksson átti mjög góða innkomu í tapinu gegn Sviss í dag. Leikurinn endaði 83-80 eftir að Ísland hafði verið að elta nánast allan leikinn.
Elvar viðurkenndi við Karfan.is eftir leik að tilfinningin eftir tapið væri súr.
„Við ætluðum okkur sigur í dag. Það var ekki sama ákefð og kraftur sem hefur verið í okkur. Sýndum síðustu mínúturnar að það var kraftur í okkur og minnkuðum muninn all hressilega. Við þurfum að koma með krafti og íslenska brjálæðið í næsta leik ef við ætlum að vinna.“
„Sviss var sigurlaust fyrir leik og þeir ætluðu sér sigur. Þannig það kom ekkert á óvart. Við tókum þessu sem sjálfsögðum hlut að sigra en það er ekkert gefins í þessum landsleikjum. Þeir vildu þetta meira en við.“
„Þetta var okkar slakasta frammistaða á þessu móti. En við verðum bara að halda áfram, það þýðir ekkert að dvelja lengi við þennan leik. Nú einbeitum við okkur að næstu leikjum. Við mætum gíraðir í síðustu leikina og við ætlum okkur sigra.“
Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: