spot_img
HomeFréttirEllert snýr heim: Ekki sjálfgefið að KR verði fyrir valinu

Ellert snýr heim: Ekki sjálfgefið að KR verði fyrir valinu

 
Bakvörðurinn sterki Ellert Arnarson er kominn á Klakann að nýju eftir ársveru í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám við University of California Santa Barbara. Hrafn Kristjánsson nýráðinn þjálfari karlaliðs KR vonaðist til þess að Ellert yrði í Vesturbænum næsta tímabil en leikmaðurinn kannar víst möguleika sína í stöðunni samkvæmt Hrafni.
,,Ég er með tilbúinn 13 manna íslenskan hóp, að því gefnu að Ellert Arnarsson verði hjá okkur en hann er að hugsa sitt ráð. Það eru einhver lið búin að setja sig í samband við hann og eðlilegt að hann staldri við og taki stöðuna. Ég vona þó að hann taki slaginn með okkur, mjög öflugur liðsmaður,“ sagði Hrafn en Ellert var liðsmaður hjá KR sem varð Íslandsmeistari á þarsíðustu leiktíð þegar KR hampaði titlinum eftir sögulega rimmu gegn Grindavík.
 
Hvað málefni erlends leikmanns í raðir KR varðar sagði Hrafn það mál í skoðun og að KR-ingar væru ekki að flýta sér í þeim efnum heldur stæði til að einbeita sér að þeim hópi sem þegar væri fyrir í DHL-Höllinni.
 
Ljósmynd/ Ellert í leik með KR á þarsíðustu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -