Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði Bosníu í dag á Evrópumótinu í Litháen, 77-110.
Leikurinn sá annar sem liðið leikur á móti þessa árs, en í gær máttu þær þola tap gegn heimastúlkum í Litháen. Næsti leikur liðsins er gegn Kósovó á morgun sunnudag 6. júlí.
Fréttaritari Körfunnar í Litháen spjallaði við þær Elísabetu Ólafsdóttur og Hönnu Halldórsdóttur eftir leikinn gegn Bosníu.



