Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði Bosníu í dag á Evrópumótinu í Litháen, 77-110.
Leikurinn sá annar sem liðið leikur á móti þessa árs, en í gær máttu þær þola tap gegn heimastúlkum í Litháen.
Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 20 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá skiluðu Hulda María Agnarsdóttir 13 stigum, 5 fráköstum, 6 stoðsendingum og Kolbrún. María Ármannsdóttir 14 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Næsti leikur liðsins er gegn Kósovó á morgun sunnudag 6. júlí.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem fréttaritari Körfunnar tók eftir leik í Vilníus og upptöku af leiknum