spot_img
HomeFréttirElín Sóley snýr aftur til Vals

Elín Sóley snýr aftur til Vals

Valsarar eru á fullu að safna liði fyrir komandi átök í efstu deild kvenna á næstu leiktíð. Í dag var tilkynnt að liðið hefði náð samningum við Elínu Sóleyju Hrafnkelsdóttur um að leika með liðinu næstu tvö ár. Þetta tilkynnti félagið á facebook síðu sinni fyrir stundu.

Elín hefur leikið síðustu fjögur ár með Tulsa háskólanum í Bandaríkjunum við góðan orðstýr. Þar áður lék hún tvö tímabil með Val þar sem hún átti frábært tímabil áður en hún fór til Bandaríkjanna þar sem hún var með 10, 9 stig, 7,2 fráköst og 13,9 framlagsstig.

Elín hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands auk þess að leika 7 landsleiki með A landsliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -