spot_img
HomeFréttirEkki vandræði í Hólminum

Ekki vandræði í Hólminum

Snæfellsstúlkur voru smátíma að átta sig á að leikurinn væri byrjaður þegar Grindavík kom í heimsókn í kvöld en það kom fljótt, heimakonur voru enn án Kieraah Marlow. Grindavíkurstúlkur voru hinsvegar baráttuglaðar, trufluðu Snæfell vel, pressuðu á alla bolta og uppskáru svo fínar sóknir úr stöðunni 9-6 og komust yfir 9-10. Alda Leif setti þá þrist í 12-10. Petrúnella svaraði með þristi og hélt Grindavík inni 14-13. 19-13 var hinvegar staðan að loknum fyrsta hluta fyrir Snæfellsem voru ekki eins mislagðar hendur og í upphafi.
 
Bragi sá þann kost vænstann að taja leikhlé þegar Snæfell hafði skorað 6-0 í upphafi annars hluta. Það gekk illa gegn sterkri vörn Snæfells semtóku öll fráköstin í vörninni eftir að skot Grindavíkur geiguðu. Snæfell hafið skorðað á fjórum mínútum 12-0 og voru að stinga af 31-13. Staðan í hálfleik 41-28 fyrir Snæfell en Grindavík náðu að koma eilítið tilbaka. Hjá Snæfelli voru Alda Leif komin með 16 stig og Berglind Gunnars með 12stig. Petrúnella hélt skori Grindavíkur í gangi og var komin með 19 stig og 8 fráköst.
 
Petrúnellu Skúladóttur leiðist ekki fjalirnar í Hólminum en hún smellti tveimur þristum í röð og öðrum þeirra ”Sean Burton style” og var komin með 27 stig þegar staðan var 51-38 fyrir Snæfell og barátta Grindavíkur komin aftur. Snæfell hélt sinni forystu þó og náðu að halda sínu striki í sóknum sínum. Berglind Gunnars sem var búin að vera drjúg fyrir Snæfell fékk högg á öxlina og fór útaf í kælingu. Staðan eftir þriðja hluta var 61-44 fyrir Snæfell.
 
Snæfell voru komnar í þægilegan gír í 81-55 í fjórða hluta og Rebekka Rán bætti í 5 stig fyrir Snæfell þegar um ein og hálf  mínúta voru eftir 86-55 og lítið í kortunum annað í fjórða hluta en að Snæfell væri með þetta og sigruðu sannfærandi 86-55.
 
Stigaskor Snæfell: Alda Leif 21/3 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðar 18/13 frák/7 stoðs. Hildur Björg 17/13 frák. Berglind Gunnarsdóttir 14. Helga Hjördís 5/4 frák. Rebekka Rán 5. Rósa Kristín 4/6 frák. Aníta Rún 2. Silja Katrín 0.
 
Stigaskor Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 31/11 frák. Harpa Rakel 8/7 frák. Jeanne Sicat 4. Berglind Anna 4. Helga Hallgríms 3/8 frák. Ingibjörg Sigurðardóttir 3. Mary Sicat 2. Jóhanna Rún 0. Eyrún Ösp 0. Alexandra Marý 0. Julia Sicat 0. Ingibjörg Yrsa 0.
 
Mynd úr safni/ Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í liði Snæfells í kvöld.
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -