spot_img
HomeFréttir"Ekki tilbúin að hætta"

“Ekki tilbúin að hætta”

 Eins og Karfan.is greindi frá í gær þá mun Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir koma til með að leika með Njarðvík á næstunni. Við heyrðum aðeins í Ingibjörgu varðandi þessu ákvörðun hennar og hvernig þetta bar til. 
 "Ég mun koma heim nokkru sinnum á næstu mánuðum vegna skólans. Njarðvík sýndi því áhuga að fá mig til liðs við sig. Tilboð um að æfa og spila með liðinu þegar ég væri heima er tækifæri sem ég get ekki sleppt. Ég mun koma heim 25. október og vera í viku. Það er gaman að vera komin aftur á heimaslóðir til Njarðvíkur og fá tækifæri til að æfa á ný. Ég bara var hreinlega ekki tilbúin að leggja skóna á hilluna strax. " sagði Ingibjörg Elva í samtali við Karfan.is
 
En hafði hún ekki komið sér að hjá liði í Þýskalandi ? " Jú ég var búin að vera að æfa með liðinu og spilaði einn æfingaleik með þeim." sagði Ingibjörg að lokum. 
 
Sem fyrr segir gríðarlegur styrkur fyrir Njarðvíkurstúlkur sem máttu þola útreið í sínum fyrsta leik gegn KR. 
Fréttir
- Auglýsing -